…………Útfærsla efnahagslögunnar og
þróun sjávarútvegs.
.
|
|
||
. |
|
||
|
|
|
|
|
|
|
|
Myndband Deilan
1972
Myndband Deilan
1975
Vélvæðing í sjávarútvegi.
Skutulsfjörður, Sexæringur, Stanley, Árabátur, Þilskip, Skúta, Togarar.
leit.is
Í
nóvember árið 1902 urð íbúar við Skutulsfjörð við Ísafjarðardjúp varir
við
sérkennilega skelli og smelli sem bárust utan af firðinum.
Við
nánari athugun kom í ljós að þeir áttu upptök sín í sexæringnum í Stanley
sem
sigldi fram og aftur um fjörðinn, ekki undir arum eða seglum heldur fyrir eigin
vélarafli.
Um
haustið hafði verið komið fyror í bátnum tveggja hestafla steinolíuvél og
það
var hún sem gaf frá sér þessi hljóð.
Nú
var það svo að íbúar við Ísafjarðardjúp voru langt í frá ókunnir vélknúnum
skipum.
Ásgeirsverslun
á ísafirði hafði haft vélnúna báta í forum á milli staða í djúpinu en
það
sem kom mönnunum á óvar var að vél skyldi hafa verið sett í fiskibát.
Með
þessari siglingu Stanleys hófst vélvæðing íslensk sjávar útvegs.
Fram
að þessu höfðu fiskiveiðar hér við land annaðhvort verið stundaðar
með
árabátum eða þilskupum, Skútum.
Íslendingar
þekktu til erlendra vélknúinna fiskibáta, togara, og
framsýnir
menn höfðu hvatt til slíkra útgerðar hérá landi en lítið orðið
úr
framkvæmdum sem komið var.
En
útgerð stanleys varð öðrum hvatning og á næstu arum fjölgaði vélbátum stórum
jafnframt því sem árabátum fækkaði. Árið 1914 voru vélbátar undir 12 tonnum um
400 og 1930 voru þeir orðnir tæplega 800. Þetta ár voru hins vegar ekki skráðir
nema um 170 árabátar. Stærri fiskibátum fjölgaði einnig.
Þilskip.
Leit.is
Togaraútgerðin.
Árið 1904 var Íslandsbanki stofnaður en áður en hann kom var bara einn banki,
Landsbankinn. Hann hafði lítið fé til að lána í stór og áhættusöm fyrirtæki.
Íslandsbanki var hinsvegar í eigu útlendinga og hafði meira fé til að lána
út. Bankinn gat þá lánað Íslendingum peninga til að kaupa togara. Fyrsta
togarafélagið sem Íslendingar áttu sjálfir var stofnað árið 1904 og það hét
Fiskveiðahlutafélag Faxaflóa.
Ári seinna var keyptur togari sem hét Coot. Hann kom til Íslands frá
Englandi 6. mars 1905 og gekk fyrir gufuaflsvél. Sá sem stuðlaði að því að Coot
var keyptur til Íslands var útgerðarmaðurinn Einar Þorgilsson. Landsmenn vildu
banna botnvörpur en svartsýni þeirra hvarf þegar þeir sáu hvað útgerðin gekk
vel.
Á Coot var tólf manna áhöfn, allt Íslendingar. Útgerðin gekk oftast vel og
skilaði miklum hagnaði til eigendanna. Erfiðlega gekk að gera togarann út
fyrsta árið en betur þegar á leið og útgerðin skilaði miklum hagnaði eða alveg
þangað til Coot strandaði við Keilisnes árið 1908, en það urðu endalok
útgerðarinnar.
Árin eftir Coot
Eftir að Coot kom til
landsins fjölgaði togurunum.
Næst á eftir Coot kom togarinn Jón forseti árið 1907. Hann var á
vegum útgerðarfélagsins Alliance. Eftir það kom hver togarinn á fætur
öðrum til landsins og árið 1912 voru þeir orðnir tuttugu talsins á öllu
landinu. Þeir voru allir gufuskip og brenndu kolum.
Tundurdufl.
Tundurdufl (mine á ensku og dönsku) er nafn á sprengjum sem lagðar
eru í sjóinn til þess að granda skipum og kafbátum. Herskipin sem leggja
tundurduflin kallast tundurduflaleggjarar (e. minelayer). Sprengjurnar
springa ef þær verða fyrir höggi vegna áreksturs, hljóðs, segulsviðs eða
þrýstings. Tundurdufl eru oft lögð í höfnum eða vogum og víkum til þess að loka
siglingaleiðum. Stundum eru tundurduflin látin sökkva til botns og kallast þá botndufl.
En stundum eru þau fest við akkeri og látin mara í kafi og kallast þá flotdufl.
Sprengjuhleðsla getur verið frá 150 til 500 kíló.
Herskip sem eru sérstaklega hönnuð með það fyrir augum að eyða tundurduflum
kallast tundurduflaslæðarar (minesweepers). Tundurduflum er til dæmis
eytt á þann hátt að tundurduflaslæðararnir draga á eftir sér slóða sem leysir
festar tundurduflanna sem síðan fljóta upp á yfirborðið. Þá er skotið á duflin
og þeim eytt.
Ógrynni af tundurduflum voru lögð í sjóinn í seinni heimstyrjöld eða 600 til
700 þúsund. Allt að þriðjungur þeirra var lagður kringum Ísland og
tundurduflabelti voru þá út af Vestfjörðum, í Faxaflóa, Hvalfirði, Eyjafirði og
Seyðisfirði. Íslenskir sjómenn hafa því frá lokum seinna stríðs oft fengið dufl
í veiðarfærin eða séð þau á reki. Fundist hafa hátt í 3000 dufl við Ísland en á
seinni árum hafa fimm til sex dufl fundist á ári. Ef tundurdufl finnast eyða
sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar þeim. Þó að öryggisbúnaður sé í
flestum tundurduflum sem á að gera þau óvirk ef þau fljóta upp er hættulegt að
treysta á hann. Tundurdufl geta verið virk áratugum saman og því á alltaf að
fara varlega í kringum þau.
Tundurduflum er stundum ruglað saman við tundurskeyti (e. torpedo) sem
eru allt önnur gerð af sprengju. Tundurskeyti er vindillaga neðansjávarsprengja
sem hægt er að skjóta frá skipi, kafbáti eða flugvél. Oft eru þau í sérstökum
skipum sem nefnast tundurskeytabátar (torpedo boats). Tundurskeytin springa
nálægt skotmarki sínu og eru yfirleitt notuð til þess að granda skipum eða
kafbátum.
Enn eitt hertól með forskeytinu tundur- er til en það er svokallaður tundurspillir
(destroyer). Tundurspillir kallast herskip sem einkum er notað í kafbátahernaði
eða sem fylgdarskip annara herskipa og skipalesta. Tundurspillar eru vel vopnum
búnir, hraðskreiðir og allt að 150 metrar að lengd.
Tundurdufl.
Visindavefur.is
Vörpur
Vörpur eru trektlaga netpokar sem dregnir eru lárétt í sjónum. Þær skiptast í
botnvörpur og flotvörpur eftir því hvort þær eru dregnar við botn eða miðsævis.
Þær eru oftast flokkaðar eftir því hvernig þær vinna og við hvers konar
veiðiskap þær eru notaðar. Hér við land eru notaðar þrenns konar botnvörpur,
þ.e. fiskivarpa, rækjuvarpa og humarvarpa en aðallega ein gerð af flotvörpu sem
mest er notuð á úthafskarfaveiðum. Flotvarpa hefur þó líka í auknum mæli verið
notuð við síld- og loðnuveiðar með góðum árangri.
Botnvarpa
Botnvarpa
Botnvarpa er með mikilvægustu veiðarfærum sem notuð eru á Íslandsmiðum og hefur
verið aðlöguð margvíslegum veiðiskap, allt frá botnfiski til rækjuveiða. Hún er
notuð á mismiklu dýpi, allt frá 80 m og niður á 1500 m dýpi. Í botnfiskveiðum
er lágmarksmöskvastærð 135 mm og tækni er eykur kjörhæfni vörpunnar er krafist
á sumum svæðum. Í rækjuveiðum er lágmarkið fyrir möskvastærð 45 mm í vængjum
vörpunnar og miðneti en 36 mm í pokanum. Í humarvörpu er lágmarksmöskvastærðin
135 mm í miðneti og 80 mm í öðrum hlutum vörpunnar.
Veiðar með
botnvörpu
Myndin gefur
hugmynd um stærð fiskivörpu í botnfiskveiðum. Varpan nær 200 m frá toghlerunum
og til enda pokans og skuttogari er sýndur draga hana á 1.500 m dýpi. Þær
tegundir sem mest eru veiddar í fiskivörpu eru þorskur, karfi, ýsa, ufsi og
grálúða en meðal annarra fisktegunda sem einnig eru að stórum hluta veiddar í
vörpu eru skarkoli, steinbítur, langa og gulllax.
Þrátt fyrir
takmarkanir á möskvastærð í botnvörpum er hætt við að seiði og ungfiskur
veiðist með en mismikið eftir veiðislóð. Til að sporna við þessu hafa verið
þróaðar aðferðir er auka kjörhæfni veiðarfæranna, þ.e. sleppa aukaaflanum
framarlega úr vörpunni. Svokallaðir legggluggar og fiskiskiljur eru notaðar í
þessu skyni í botnvörpum á mörgum veiðisvæðum.
Rækjuvörpur
eru yfirleitt stærri en venjulegar fiskivörpur en með minni möskva og styttra
er úr vörpunni í toghlerana, því að rækju er ekki "smalað" á sama
hátt og fiski í vörpuna. Rækjuvarpa er oftast dregin hægt og almennt er
togtíminn langur við rækjuveiðar og getur farið upp í 10-12 tíma á
úthafsrækjuveiðum. Það hefur lengi verið vandamál við rækjuveiðar að mikið af
seiðum og ungfiski veiðist sem aukaafli. Til að sporna við þessu eru
seiðaskiljur settar í vörpuna aftast í belg hennar en framan við pokann og þar
er fiski og seiðum, sem eru stærri en rækjan, hleypt úr vörpunni í drætti.
Skylda er að nota seiðaskiljur við veiðar á úthafsrækju og er það einkum gert
til að draga úr veiðum á smákarfa og smárri grálúðu. Smárækjuskiljur eru einnig
notaðar á sumum veiðisvæðum en þær sleppa smæstu rækjunni og smæstu fiskseiðum
úr vörpunni.
Á síðustu árum
hafa svonefndar tvíburavörpur rutt sér til rúms en þá eru tvær vörpur dregnar
samtímis hlið við hlið. Kosturinn við að nota tvær minni vörpur í stað einnar
stórrar er að með sama vélarafli er hægt að auka verulega veiðigetuna.
Tvíburavörpur hafa á síðustu árum einnig orðið algengar í humarveiðum.
Flotvarpa
Flotvarpa er fyrst og fremst notuð við veiðar á úthafskarfa á Reykjaneshrygg en
er nú einnig orðin mikilvæg í veiðum á síld, loðnu og kolmunna. Flotvörpur eru
afar stór veiðarfæri og eru oft nefndar gloríutroll, en nafngiftin mun eiga
rætur í þróunarferli vörpunnar hérlendis fyrir um áratug. Flotvörpur eru á
margan hátt frábrugðnar botnvörpum að gerð enda dregnar miðsævis og snerta
sjaldan botn. Í þeim er oftast nælon eða enn léttari sterk efni til að létta
vörpuna í drætti. Möskvar eru yfirleitt stærri en í botnvörpu þó að sömu ákvæði
gildi um möskvastærð við botnfiskveiðar, þ.e. 135 mm eða 155 mm
lágmarksmöskvastærð eftir veiðisvæðum.
Veiðar með
flotvörpu
Myndin sýnir stærðarhlutföll
skips og flotvörpu, t.d. fyrir skuttogara á úthafskarfaveiðum. Þess má geta að
netop vörpunnar getur verið um 23.000 fermetrar en það samsvarar samanlagðri
stærð 5 fótboltavalla.
Nú er komin á
markaðinn ný gerð flotvörpu, svonefnt þantroll, með auknum stöðugleika og rými
við netopið. Þantrollið lofar góðu við veiðar á loðnu, síld og kolmunna.
Lagnet
Lagnet eru lögð við sjávarbotn og eru til í mörgum mismunandi útfærslum og er
þá talað um þorskanet, ýsunet, grásleppunet, kolanet, silunganet o.s.frv.
Mismunurinn felst einkum í möskvastærð en einnig er munur á efni, stærð og gerð
netanna. Veiðarnar byggjast á því að fiskurinn syndi á netið og festist í því
og oftast fer garnið undir tálknlokin. Net eru ferköntuð, afmörkuð að ofan með
flotteini og að neðan er oftast blýteinn.
Þorskanet eru
einkum notuð á vetrarvertíð við veiðar á þorski er hann gengur til hrygningar
seinni hluta vetrar. Lágmarksmöskvastærðin er 139,7 mm (5 1/2 tommur). Oft eru
þó notaðir mun stærri möskvar við þorskveiðar, eða allt að 254 mm (10 tommum).
Netin eru 30-70 möskva djúp og um 50 metra löng. Nokkur net eru í hverri trossu
og nokkrar trossur lagðar af hverju skipi. Netin eru látin liggja í 1-2
sólarhringa áður en þeirra er vitjað en miklu getur munað á gæðum fisks eftir
því hve lengi hann hann liggur í netunum.
Ýsunet eru
svipuð þorskanetum að stærð og gerð en hafa heldur smærri möskva, 140-150 mm og
eru eingöngu notuð sunnan- og suðvestanlands.
Lagnet
Hringnót
Hringnótin er einnig nefnd herpinót eða snurpunót en hringnætur eru stærstu
veiðarfæri sem notuð eru á Íslandsmiðum hvað þyngd og umfang varðar. Þær eru
mest notaðar við veiðar á loðnu og síld en undanfarin ár má segja að tveir þriðju
hlutar aflamagns af íslenskum miðum hafi komið í hringnót. Mest af aflanum fer
til lýsis- og mjölframleiðslu, en nokkuð er fyrst eða saltað.
Hringnót er
netgirðing sem lögð er í hring utan um torfu af uppsjávarfiski. Við efri brún
netsins eru flot sem halda því uppi en neðri teinn nótarinnar er þyngdur með
blýsökkum og svonefndur snurpuvír þræddur í gegnum snurpuhringi sem hengdir eru
á neðri netteininn. Þegar vírinn er dreginn inn herpist nótin saman að neðan og
fiskurinn lokast inni í henni. Smám saman er nethringurinn minnkaður og
fiskinum loks dælt upp í skipið með öflugri dælu.
Hringnót og
skip að veiðum
Dragnót
Dragnótin eða snurvoð er mest notuð við veiðar á sand- og leirbotni nálægt
landi. Hún er aðallega notuð til þorsk- og flatfiskveiða en um helmingur alls
flatfiskaflans fæst í dragnót. Dragnótin er ríkjandi í sandkola og
skrápflúruveiðum og um tveir þriðju hlutar skarkolaaflans kemur í þetta
veiðarfæri. Dragnótin er notuð allt í kringum landið og mest er veitt á 40-60 m
dýpi. Dragnótin líkist að sumu leyti lítilli vörpu en er einfaldari að gerð. Á
henni eru hvorki toghlerar né togvírar en fremst á henni eru vængir er tengjast
við belginn sem mjókkar eins og trekt aftur að pokanum.
Lágmarksmöskvastærð
í dragnót er eins og í botnvörpum ýmist 135 mm eða 155 mm eftir veiðisvæðum.
Við veiðar á langlúru og þykkvalúru á djúpslóð eru þó 120 mm möskvar leyfðir en
belgurinn verður þá að vera útbúinn með leggglugga.
Lína og
handfæri
Handfærið er elsta veiðarfæri landsmanna en er nú líklega að frátöldum önglunum
sjálfum óþekkjanlegt frá forverum sínum en á síðustu árum hefur tölvutæknin
einnig komið til sögunnar og gert veiðiskapinn auðveldari og afkastameiri.
Útbúnaðurinn er nú rúlla, færi, slóði og sökkur. Rúllan er fest við
borðstokkinn og á henni er 50-200 m langt færi en á enda þess er festur 6-8 m
langur slóði. Við slóðann eru hnýttir taumar og á þeim eru önglarnir en á enda
slóðans er sökka. Önglarnir eru oftast um 10 cm langir og mest er beitt
gervibeitu, en það er þunnur, litaður gúmmíhólkur. Færinu er slakað niður undir
botn eða á það dýpi sem talið er að fiskurinn haldi sig. Síðan er híft og
slakað á víxl (keipað) uns fiskurinn hefur bitið á en þá er færið dregið upp.
Nú til dags eru nær eingöngu notaðar tölvustýrðar, rafknúnar rúllur sem keipa
og hífa á sjálfvirkan hátt. Á handfæri er mest veiddur þorskur og nokkuð af
ufsa en veiðarnar eru fyrst og fremst stundaðar á opnum smábátum undir 6
brúttótonnum að stærð.
Lína hefur
þróast út frá handfærinu og er mun afkastameira veiðarfæri. Lína er mest notuð
við veiðar á þorski, ýsu, steinbít og keilu. Túnfiskveiðar hafa einnig verið
stundaðar djúpt suður af landinu með svonefndri flotlínu sem flýtur við
yfirborðið. Nú eru fimm gerðir af línu notaðar hér við land, þ.e. fiskilína,
lófótlína, lúðulóð, hákarlalína og túnfisklína.
Fiskilína
samanstendur af lóð, taumum og önglum. Öngull er á hverjum taumi sem oft er
40-50 cm langur en taumarnir eru festir í lóðina. Oftast eru yfir 100 önglar á
hverri lóð og fjórar lóðir tengdar saman og kallast þetta bjóð eða bali. Í
stærri línuveiðibátum geta verið allt að 40 balar í einni lögn og er línan þá
rúmlega 20 km á lengd með um 16.000 öngla. Beitan er oftast síld, loðna eða
smokkfiskur og línan er beitt sjálfvirkt í svonefndum línubeitingarvélum um
leið og lagt er. Á landróðrabátum er línan beitt í landi.
Spurningar:
1.
Í hvað var síldin notuð?: Síldin var ýmist söltuð til manneldis eða
brædd í lýsi og mjöl en það var gjarnan notað í dýrafóður.
2.
Hvað var krakkið mikla?: Verð á síld hrundi þegar eftirspurn eftir
henni minnkaði eftir fyrri heimstirjöldina.
3.
Finnst síldin alltaf á sama stað?: Nei það gerir hún ekki.
http://www.fisheries.is/islenska/skip/skip.htm
Nótaskip.
Frystiskip
Línuskip
Dragnótaskip
Netaskip
Síðutogari.
Ingólfur
Arnarsson
Freigátan HMS Yarmouth F101
kemur löskuð til hafnar eftir ásiglingu.
Klippur
3 milur
4 mílur
4 mílur - Deilurnar 1948-56 .
1948
5. apr. - Landgrunnslög samþykkt á Alþingi. Með lögunum marka Íslendingar
heildarstefnu í hafréttarmálum og leggja lagalegan grunn að frekari framkvæmdum
til verndar fiskstofninum.
1949
Landhelgissamningi Breta og Dana frá 1901 sagt upp með tveggja ára fyrirvara.
1950
22. apr. - Gefin út reglugerð um fiskveiðilandhelgi úti fyrir Norðurlandi, frá
Horni að Langanesi.
1951
20. okt. - Hið nýja varðskip Íslendinga, Þór, leggst að bryggju í Reykjavík.
18. des. - Alþjóðadómstóllinn í Haag kveður upp dóm um rétt Norðmanna
til að ákvarða 4 mílna landhelgi. Dómurinn styrkir mjög stöðu Íslendinga.
1952
19. mars - Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra, gefur út reglugerð um verndun fiskimiða
umhverfis Ísland, samkvæmt landgrunnslögunum frá 1948. Allar botnvörpuveiðar
eru bannaðar innan 4 mílna frá grunnlínum sem dregnar eru þvert fyrir flóa og
firði.
15. maí - Reglugerðin um 4 mílna landhelgi gengur í gildi. Mótmæli berast frá
stjórnum Bretlands, Frakklands, Hollands og Belgíu. Löndunarbann sett á
íslenzkan fisk í Bretlandi.
1953
14. okt. - Löndunarbannið rofið og Ingólfur Arnarson landar fiski í Grimsby.
Kaupandi er breskur maður, Dawson. Verslunar- og verðstríð brýst út milli hans
og útgerðarmanna. Dawson tók við fjórum förmum.
31. des. - Ísland gerir hagkvæman fisksölusamning við Ráðstjórnarríkin
(Rússland).
1956
20. ágúst - Þjóðréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna gerir að tillögu sinni að boða
til alþjóðaráðstefnu 1958. Ályktunina má skilja þannig að heimilt sé að ákvarða
12 mílna landhelgi.
15. nóv. - Fjögurra ára fisklöndunardeila Breta og Íslendinga leyst og
samningur gerður um landanir í Bretlandi.
12 mílur
12 mílur - átökin
1958-61 .
1957
12. apríl - Ráðstefna haldin í Reykjavík um aðgerðir í landhelgismálum.
1958
24. maí - Lúðvík Jósepsson sjávarútvegsráðherra tilkynnir samkomulag
ríkisstjórnarinnar um útfærslu landhelginnar í 12 mílur.
30. júní - Sjávarútvegsráðherra undirritar reglugerð um 12 mílna landhelgi.
1. sept. - Reglugerðin gengur í gildi. Þrátt fyrir það halda breskir togarar
áfram veiðum og njóta verndar breskra herskipa.
2. sept. - 9 skipsverjar á varðskipinu Þór teknir höndum og fluttir um borð í
brezku freigátuna Eastbourne, er þeir hyggjast taka togarann Northern Foam.
Múgur og margmenni safnast saman við Breska sendiráðið í Reykjavík.
4. sept. - Fjölmennur útifundur haldinn á Lækjartorgi þar sem bresku ofríki er
mótmælt og hvatt til einurðar og festu í baráttunni fyrir rétti þjóðarinnar.
Kínverska alþýðulýðveldið færir landhelgi sína úr 3 sjómílum í 12.
5. sept. - Skipherrann á herskipinu HMS Russel sakar skipherrann á Ægi um að
hafa reynt að sigla herskipið niður.
13. sept. - Freigátan Eastbourne siglir inn á Faxaflóa í skjóli nætur og skýtur
út árabáti. Íslensku varðskipsmönnunum er skipað að fara í bátinn og róa 2
sjómílur til lands.
12. nóv. - Enn kemur til átaka þegar Þór reynir að taka togarann Hackness.
Skipherrann á HMS Russel hótar að sökkva varðskipinu.
1959
6. feb. - Eftir fjögurra daga stapp á miðunum tekst varðskipinu Þór að færa
brezka togarann Valafell til hafnar. Breskt herskip tafði um hríð að hann yrði
tekinn innan 4 mílna. Dómur kveður á um 74 þús. króna sekt og að afli og
veiðarfæri verði gerð upptæk. Furðu vekur meðal Íslendinga hversu vægur
dómurinn er.
1960
3. mars - Breskir togarar sýna
yfirgang, er þeir toga yfir netatrossur báta í Ólafsvík og valda miklu tjóni.
14. mars - Til að bæta andrúmsloftið á hafréttarráðstefnunni sem hefst eftir 3
daga í Genf færa breskir togarar sig út fyrir landhelgina.
26. mars - Hafréttarráðstefnunni lýkur án samkomulags. Bretar senda herskip
aftur á miðin.
30. apríl - Ríkisstjórn Íslands gefur upp sakir breskum togaraskipstjórum, sem
uppvísir hafa orðið að landhelgisbrotum á tímabilinu 1. sept. 1958 til
29. apríl 1960.
1961
11. mars - Endi bundinn á þorskastríðið með samningi, sem hljóðar upp á að
Bretar viðurkenna 12 mílna lögsögu en fá að veiða á ytri 6 mílunum á tilteknum
tímum næstu þrjú ár.
50 mílur
50 mílur - Átökin
1972-73 .
1972
15. feb. - Alþingi samþykkir
útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur.
17. ág. - Alþjóðadómstóllinn í Haag kveður upp úrskurð um að Íslendingar eigi
ekki lögsögu milli 12 og 50 mílna. Ríkisstjórn Íslands mótmælir úrskurðinum og
ákveður að hunsa hann.
1. sept. - Reglugerð um útfærslu fiskveiðilögsögunnar gengur í gildi. Brezkir togaraeigendur biðja um
herskipavernd, en fá ekki. Þrjú vesturþýsk eftirlitsskip eru innan 50 mílnanna
og eiga að koma í veg fyrir töku togaranna.
5. sept. - Togvíraklippum fyrst beitt. Ægir klippir á víra breska togarans
Peter Scott. Skipverjar láta kolamola, járnbolta og brunaexi dynja á
varðskipinu í hefndarskipi. Í deilunni var klippt alls 82 sinnum aftan úr
togurum.
1973
18. maí - Bresku togaraskipstjórarnir fá nóg og neita að veiða innan 50 mílna
án verndar herskipa. Breska ríkisstjórnin ákveður að senda freigátur á
Íslandsmið. Ákvörðunin kemur á óvart þar sem samningaviðræður standa yfir.
Íslenzk stjórnvöld neita að ræða við Breta og banna breskum herflugvélum að
lenda á íslenskum flugvöllum.
23. maí - Þrjár breskar freigátur sigla inn fyrir 50 mílna mörkin - Lincoln,
Plymouth og Cleopatra.
20. júní - Dráttarbáturinn Lloydsman gerir tilraun til að sigla á Óðinn norður
af Vestfjörðum.
27. júlí - Á fundum í Genf eru miklar umræður um fiskveiðimál og vaxandi
stuðningur við 200 mílna efnahagslögsögu.
29. ágúst - Átökin halda áfram að harðna. Banaslys verður er vélstjóri á Ægi
fær raflost.
11. sept. - Ríkisstjórn Íslands tilkynnir Bretum að ef herskip og dráttarbátar
sigli áfram á íslensk skip, verði stjórnmálasambandi slitið. Framkvæmdastjóri
Nato á viðræður við íslenska og breska ráðherra og hvetur til að lausn verði
fundin. Forsætisráðherra Bretlands lýsir yfir vilja til
að leysa deiluna.
22. sept. - Íslendingar ná frumkvæði í áróðursstríðinu við Breta, eftir að
kvikmyndatökumönnum sjónvarpsins er boðið í flug með gæsluvélinni Sýr. Sama dag
siglir brezka freigátan Lincoln tvívegis á Ægi úti fyrir Norðfjarðarhorni og
sýna myndir að hún þverbraut allar siglingareglur.
13. nóv. - Íslendingar og Bretar semja um vopnahlé og á Alþingi er samþykkt
bráðabirgðasamkomulag sem gildir í 2 ár. Stærstu togarar Breta eru útilokaðir
frá miðunum en aðrir togarar fá takmarkaðar veiðiheimildir. Lauk þar með
deilunum.
200 mílur
200 mílur - Átökin
1975-76 .
1975
15. júlí - Matthías Bjarnason sjávarútvegsráðherra gefur út reglugerð um að
fiskveiðilögsagan verði færð út í 200 mílur 15. okt., en þann 13. nóv. átti
bráðabirgðasamningur við Breta frá því í 50 mílna deilunni að renna út. Brezkir útgerðarmenn mótmæla hástöfum og
stjórn Vestur-Þýskalands og
Efnahagsbandalag Evrópu láta í ljós óánægju.
15. okt. - Fiskveiðilögsagan færð út í 200 mílur.
16. nóv. - Þór sker á víra togarans Primella, fyrsta skiptið sem klippunum er
beitt í deilunni.
17. nóv. - Samningaviðræður fara út um þúfur. Bretar senda dráttarbáta á
íslenzku fiskimiðin.
25. nóv. - Samið við Vestur-Þjóðverja um takmarkaðar veiðiheimildir. Bretar
senda þrjár freigátur á miðin.
6. des. - Dráttarbáturinn Euroman siglir á Þór, eftir að hann hafði klippt á
víra togara.
10. des. - Þór og freigátan Falmouth eigast við í rúma klukkustund á
Vopnafjarðargrunni.
11. des. - Þór skemmist talsvert við ásiglingar þriggja breskra dráttarbáta í
mynni Seyðisfjarðar. Þeir linna ekki látunum fyrr en Þór skýtur kúluskoti í
stefnið á Lloydsman, því fyrsta í 200 mílna deilunni.
1976
7. jan. - Freigátan Andromeda siglir harkalega á Þór. Mildi þykir að ekki urðu
slys á mönnum, en skipið skemmdist nokkuð. Tveimur dögum síðar lendir Þór í enn
alvarlegri átökum er herskipið Leander siglir á varðskipið af miklu afli eftir
fjölmargar tilraunir.
11. jan. - Suðurnesjamenn loka herstöðvarhliðum á Keflavíkurflugvelli í
mótmælaskyni við framferði herskipanna.
19. jan. - Ríkisstjórnin hótar að slíta stjórnmálasambandi við Bretland. Brezk stjórnvöld kalla herskip sín út fyrir
200 mílur og bjóða Geir Hallgrímssyni forsætisráðherra til viðræðna í London.
Þær skila ekki árangri og 5. feb. halda bresk herskip aftur á miðin.
19. feb. - Stjórnmálasambandi við Bretland slitið. Fastaráð NATO fundar um málið.
6. maí - Mikil harka einkenndi deiluna. Freigátan Falmouth sigldi tvívegis af
krafti á Tý.
23. maí - Fundahöld í Osló þar sem ráðherrar þjóðanna ræða hugsanlegt
samkomulag.
Júní - Samkomulag um takmörkuð veiðiréttindi Breta í 6 mánuði. Eftir það mega þeir
aðeins veiða innan 200 mílna með samþykki Íslands. Síðasta þorskastríðinu er
lokið.
Helztu heimildir:
Atli Magnússon: Í kröppum sjó. Helgi Hallvarðsson skipherra segir frá sægörpum
og svaðilförum. Örn og Örlygur 1992.
Björn Þorsteinsson: Tíu þorskastríð 1415-1976. Sögufélagið 1976.
Davíð Ólafsson: Saga landhelgismálsins. Baráttan fyrir stækkun
fiskveiðilögsögunnar í 12 mílur. Sumarliði R. Ísleifsson bjó til prentunar.
Hið íslenska bókmenntafélag 1999.
Gilchrist, Andrew: Þorskastríð og hvernig á að tapa þeim: Endurminningar frá
Íslandi 1957-1960. Þýðandi Jón O. Edwald. Almenna bókafélagið 1977.
Gils Guðmundsson: Slysavarnafélag Íslands 25 ára. Slysavarnafélag Íslands 1953.
Guðjón Arngrímsson: Landhelgisgæsla Íslands 1926-1996. Svipmyndir úr 70 ára
sögu. Landhelgisgæsla Íslands 1996.
Gylfi Gröndal: Eldhress í heila öld. Eiríkur Kristófersson skipherra segir frá
ævintýrum sínum og atburðum þessa heims og annars. Forlagið 1993.
Jón Eiríksson: Skipstjórar og skip. Skuggsjá 1971.
Sigurdór Sigurdórsson: Spaugsami spörfuglinn. Þröstur Sigtryggson skipherra
segir frá. Örn og Örlygur 1987.
Sveinn Sæmundsson: Guðmundur skipherra Kærnested 1-2. Örn og Örlygur 1984-85.
SKRÁPFLÚRA |
|
|
|
|
|
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is |
|
ÞORSKUR |
|
|
|
|
|
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is
|
|
LÚÐA |
|
|
||
|
||
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is |
||
ÝSA |
|
|
|
|
|
|
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is |
|
KARFI,
GULLKARFI |
|
|
|
|
|
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is |
|
SÍLD |
|
|
|
|
|
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is |
|
HUMAR
(LETURHUMAR) |
|
|
|
|
|
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is |
|
RÆKJA |
|
|
|
|
|
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is |
|
LOÐNA |
|
|
|
Mynd:
©Jón Baldur Hlíðberg - www.fauna.is |
Þetta var unnið af
Halldóri og Pabba=)
Takk fyrir..=)