Árangur áfram ekkert stopp

 

 

Setjum X viđ B 12 maí

 
Trúlega verđur ţađ dómur sögunnar ađ á fyrra helmingi tuttugustu aldarinnar, hafi tvinnast saman einhverjir ţýđingarmestu örlagaţrćđir í sögu íslensku ţjóđarinnar.

Á ţessum tíma verđur Ísland sjálfstćtt ríki undir Danakonungi (1918) og síđan fullvalda lýđveldi (1944), eftir ađ hafa lotiđ erlendum yfirráđum í margar aldir.

Tuttugasta öldin hefur líka gefiđ íslensku ţjóđinni slíka velmegun, ađ hún fram til ţessa hefur veriđ í hópi ţeirra ţjóđa ţar sem lífskjör eru hvađ best. Ţađ er ţví ekki of sagt ađ algjör bylting hafi orđiđ í lifnađarháttum Íslendinga á ţessari öld.

Ekki komu ţessar breytingar af sjálfu sér. Frelsiđ kostađi baráttu ţótt hún vćri ei međ vopnum háđ og ţađ var ţessi barátta fyrir frelsinu sem reyndist ţjóđinni mikill orkugjafi enda vöktu sigrarnir í sjálfstćđismálunum aukna trú á framtíđina.

Ţjóđin hafđi dug til ţess ađ fćra sér í nyt hinar miklu framfarir sem áttu sér stađ í veröldinni, ekki síst eftir lok síđari heimsstyrjaldar. Ekki var hikađ viđ ađ takast á fangbrögđum viđ miklar framkvćmdir og stórar athafnir.

Í baráttunni fyrir stjórnarfarslegu og efnahagslegu sjálfstćđi ţjóđarinnar var ţađ mikil gćfa ađ eiga "aldamótamennina" međ sínar björtu draumsýnir og óbilandi trú á landiđ sitt. Ţá var ţađ ekki síđur gćfa ţjóđarinnar ađ hún eignađist dugmikla stjórnmálamenn, sem reyndu međ störfum sínum ađ tryggja ţađ ađ draumar aldamótamannanna yrđu ađ veruleika.

En fleira kom hér til sem skipti sköpum. Samtök fólksins höfđu komiđ til sögunnar og áttu eftir ađ láta ađ sér kveđa í ýmsum myndum. Í hópi ţessara samtaka var samvinnuhreyfingin sem festi rćtur í Suđur-Ţingeyjarsýslu međ stofnun fyrsta kaupfélagsins áriđ 1882. Ţá urđu ungmennafélögin ţýđingarmikil samtök ekki síst á fyrstu áratugum aldarinnar.

"Aldamótamennirnir" voru ţar í forystusveit en ţeir höfđu einmitt nćman skilning á ţví ađ samvinnufélögin og ungmennafélögin voru tveir hornsteinar í uppbyggingu frelsis og framfara. Ungmennafélögin lögđu áherslu á ţjóđrćkni og ţjóđfrelsi. Samvinnufélögin voru hins vegar sameinađa afliđ til ađ bćta efnahagslega afkomu heimilanna, gefa aukna trú á framtíđina og stuđla ađ efnahagslegu sjálfstćđi ţjóđarinnar.

Hvor tveggja lögđu ţessi samtök áherslu á manngildiđ sem skipa skyldi hćrri sess en óheft peningahyggja. Samvinnuhreyfingin byggđist á frjálsum samtökum fjölda einstaklinga á grundvelli lýđrćđis. Ţannig gat fólkiđ sjálft međ samtakamćtti sínum skapađ afl framfara sem varđ ţýđingarmikill ţáttur í efnahagslífi ţjóđarinnar.

Ţađ fór ekki á milli mála ađ margar af hugsjónum "aldamótamannanna" urđu ađ veruleika í tímans rás. Dugmiklir og framsýnir stjórnmálamenn unnu drengilega ađ ţví ađ láta framtíđardraumana rćtast. Ţá lyftu samtök fólksins í landinu grettistökum á ýmsum sviđum. Ţar í flokki voru samvinnufélögin afkastamest.

Gamalt orđtćki segir: "Veldur hver á heldur". Ţetta á viđ stjórnmálin, rekstur fyrirtćkja, félagasamtök, já reyndar flestar athafnir manna. Ţađ var gćfa samvinnuhreyfingarinnar ađ eiga dugmikla frumherja og síđar farsćla forvígismenn. Í samvinnuhreyfingunni var ţađ grundvallaratriđi ađ ákveđnar hugsjónir um samvinnu og samtakamátt gćtu notiđ sín. Međal annars ţess vegna var ţađ svo ţýđingarmikiđ ađ til vćru forvígismenn sem gćtu túlkađ ţessar hugsjónir og sameinađ fólk undir merki ţeirra.

Einn af forvígismönnum í samvinnuhreyfingunni frá byrjun fjórđa áratugs aldarinnar til seinni hluta ţess áttunda var Eysteinn Jónsson. Hann fćddist á Djúpavogi 1906 og ólst ţar upp í foreldrahúsum. Ţegar aldur leyfđi stundađi hann ţar vinnu bćđi til sjós og lands međ heimanámi hjá föđur sínum séra Jóni Finnssyni.

Hann lauk prófi í Samvinnuskólanum hjá Jónasi Jónssyni 1927. Ţegar hér er komiđ sögu hefđi Eysteinn trúlega veriđ reiđubúinn ađ hefja störf innan samvinnuhreyfingarinnar, ef Jónas skólastjóri, sem ţá var mesti ráđamađur innan Framsóknarflokksins, hefđi ekki ćtlađ honum annađ hlutverk.

Ţannig voru mál međ vexti, ađ Jónas lagđi sig fram um ađ fá unga menn til starfa fyrir Framsóknarflokkinn. Ljóst er ađ í Eysteini sá hann efnilegan stjórnmálamann, enda kvaddi Jónas hann til starfa sem ađstođarmann sinn, ţegar hann varđ ráđherra 1927 í ríkisstjórn Tryggva Ţórhallssonar.

Eysteinn hafđi nú kastađ teningnum. Stjórnmálabrautin var ráđin og framinn skammt undan. Hann varđ foringi ungra Framsóknarmanna, hafđi ţá ţegar fengiđ orđ fyrir ađ vera rćđuskörungur.

Eysteinn verđur svo fjármálaráđherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1934, sem var samstjórn Framsóknarflokks og Alţýđuflokks og fékk nafniđ "Stjórn hinna vinnandi stétta". Eysteinn var ţá ađeins 27 ára gamall og ţá orđinn ţingmađur Sunnmýlinga. Heimskreppan var ţá í algleymingi og ţađ reyndi ađ sjálfsögđu mikiđ á fjármálaráđherrann ađ ráđa fram úr hinum erfiđu málum sem upp komu.

Ekki verđur um ţađ deilt ađ Eysteinn stóđst međ mikilli prýđi fyrsta prófiđ í ráđherrastóli. Á löngum stjórnmálaferli sínum, sem ekki verđur rakinn hér, enda gerđ góđ skil í ţriggja binda ćviminningum, - átti Eysteinn eftir ađ gangast undir mörg reynslupróf, bćđi í ráđherrastólum og á alţingi.

Ţau próf stóđst hann ţannig, ađ hann verđur talinn í hópi mestu stjórnmálamanna landsins á árunum 1934­1974. Hann markađi djúp og heillarík spor í ţjóđlíf Íslendinga á ţessum árum, ţegar ţjóđin var ađ brjótast út úr fátćktinni og byggja upp velferđarríki, sem ekki á sér marga jafningja. Geta skal ţess ađ Eysteinn tók einarđa afstöđu međ varnarsamningnum milli Íslands og Bandaríkjanna 1951.

Ţá átti hann ásamt öđrum framsóknarmönnum ţátt í ţví ađ sett var fram krafa í ríkisstjórn Ólafs Thors 1953, ţar sem Eysteinn var ráđherra, ađ erlendir verktakar á Keflavíkurflugvelli hćttu starfsemi sinni en íslenskir verktakar leystu ţá af hólmi.

Eysteinn Jónsson var ţó ekki ađeins stjórnmálaforingi, heldur líka forystumađur í íslensku samvinnuhreyfingunni. Störf hans ţar standa mér nálćgt, enda átti ég á ţeim vettvangi samvinnu međ honum í áratugi.

Er ég ekki frá ţví ađ samvinnuhugsjónirnar sem Eysteinn bar í brjósti á unga aldri, hafi orđiđ honum til styrktar í stjórnmálabaráttunni, enda var samvinnupólitík hluti af lífsviđhorfi hans. Á sama hátt hefur ţađ veriđ samvinnuhreyfingunni ómetanlegur styrkur ađ eiga slíkan málsvara sem Eysteinn var, hvort sem var í ríkisstjórn, á alţingi eđa í daglegum störfum.

Ţađ var samvinnuhreyfingunni enn meiri nauđsyn ađ eiga góđa málsvara, vegna ţess ađ frá ţví henni tók ađ vaxa fiskur um hrygg, hefur hún átt mótherja sem hafa lagt sig fram um ađ hefta framgang samvinnustarfsins, ađ sjálfsögđu í ţví augnamiđi ađ styrkja samkeppnisađila.

Störf ţessara ađila voru međ ýmsu móti: Ţađ snerti lagasetningar á alţingi, fyrirgreiđslur til mótherjanna í sumum ríkisstofnunum og ráđuneytum, ađ ógleymdum borgaryfirvöldum, sem iđulega lögđu steina í götu samvinnufélaganna, bćđi Sambandsins og kaupfélagsins í Reykjavík.

Auđvitađ var ţađ hin pólitíska undiralda sem hér áđur fyrr mótađi ákvarđanir í bćjarstjórn, ţegar mál samvinnuhreyfingarinnar voru á dagskrá. Ţađ var ţví ekki vanţörf á ţví, ađ samvinnuhreyfingin ćtti málsvara á alţingi, enda voru ađal-mótherjarnir ţar vel mannađir. Víđar í stjórnkerfinu ţurfti hún ađ eiga málsvara.

Störf Eysteins Jónssonar innan samvinnuhreyfingarinnar voru margţćtt. Hann átti stóran ţátt í stofnun Kaupfélags Reykjavíkur áriđ 1931. Var hann formađur félagsins frá upphafi uns ţađ sameinađist öđrum hliđstćđum félögum í Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis, KRON, sem sett var á stofn áriđ 1934. Í stjórn Sambandsins var hann kjörinn 1944 og sat ţar óslitiđ til ársins 1978.

Hann gegndi stöđu varaformanns 1946 til 1975. Síđustu ţrjú árin var hann stjórnarformađur Sambandsins. Hafđi hann ţá setiđ í Sambandsstjórn í 34 ár. Ţá átti Eysteinn sćti í stjórn menningarsjóđs Sambandsins í mörg ár. Ţekking og reynsla Eysteins Jónssonar af ţjóđmálum og starfsháttum víđsvegar um landiđ komu ađ góđu liđi viđ stjórnarstörf í Sambandinu.

Á Sambandsstjórnarfundum fór oft mikill tími í umrćđur um málefni kaupfélaganna. Félögin leituđu oft til Sambandsins, ţegar um vandamál var ađ rćđa í rekstrinum. Eysteinn var bćđi tillögu- og úrrćđagóđur ţegar finna ţurfti lausn á vandamálum. Oftast var hann hvetjandi ţegar uppbyggingarstarf var til umrćđu.

Íslensk samvinnuhreyfing á Eysteini Jónssyni miklar ţakkir ađ gjalda. Brennandi áhugi hans á málefnum samvinnufélaganna var mikill. Međ löngu starfi í stjórn Sambandsins tengdi hann saman nútíđ og fortíđ.

Reynsla hans af störfum alţingis í áratugi, en ţar sat hann á forsetastóli í nokkur ár, og af störfum í ćđi mörgum ríkisstjórnum, gaf honum óvenjumikla innsýn í stjórnmálin og sjálfan ţjóđarbúskapinn. Ţađ var ţví ţýđingarmikiđ fyrir samvinnuhreyfinguna ađ eiga Eystein Jónsson sem málsvara í svo langan tíma.

Á ţeim árum sem Eysteinn sat í Sambandsstjórn var samvinnuhreyfingin öflug og lagđi fram mikinn skerf í ţjóđarbúskapinn. Hreyfingin átti ekki lítinn ţátt í ţví ađ skapa ţađ velferđarţjóđfélag sem viđ nú búum viđ.

Fyrir nokkrum árum byrjađi hins vegar ađ syrta í álinn, ekki síst hjá Sambandinu. Ţróun mála ţar olli miklum vonbrigđum ekki síst hjá eldri forystumönnum.

Ekki má ljúka minningargrein um Eystein Jónsson, án ţess ađ minnast á hug hans til íslenskrar náttúru. Eysteinn hefur veriđ "náttúrubarn", mikill útivistarmađur, mikill náttúruskođandi. Jafnvel í mesta annríki stjórnmálanna gaf hann sér tíma til ţess ađ ganga á vit móđur náttúru. Ţangađ sótti hann andlega hvíld og styrk til ađ takast á viđ hin margţćttu verkefni.

Útiveran, skíđaferđir og göngur á fjöll, reyndist mikil og góđ heilsubót, enda bar hann aldurinn vel, ekki síst ţegar tillit er tekiđ til ţess andlega álags sem fylgdi ţví ađ vera í forystu stjórnmálanna.

Áhugi Eysteins fyrir íslenskri náttúru varđ til ţess ađ hann hóf afskipti af náttúruvernd og umhverfismálum. Ţessum málum helgađi hann ađ hluta störf sín og sýnir ţađ best framsýni hans í ţessum málum. Hann hafđi til dćmis forystu um nýja náttúruverndarlöggjöf og varđ formađur náttúruverndarráđs 1972.

Ţví starfi gegndi hann í nokkur ár. Eysteinn hefur ferđast mikiđ um landiđ og skođađ náttúru ţess. Hann ţekkir ţar margan krók og kima, fjöll og dali. Gönguleiđirnar í kringum Reykjavík eru kunningjar hans, ţótt aldurinn hefđi fćrst yfir var útiverunni ekki gefin griđ.

Fariđ var á skíđi, ţegar fćri gafst, ekki bara gönguskíđin. Haldiđ var upp í Bláfjöllin og fariđ ţar í stćrstu lyftunni upp á hćstu brekkurnar. Ţar sáu menn Eystein renna sér í rólegu svigi af miklu öryggi niđur hlíđarnar.

Eysteinn Jónsson.

Skilađi miklu ćvistarfi. Hann var eindreginn félagshyggjumađur, ósérhlífinn međ afbrigđum, hlýr og raungóđur í smáu og stóru.

Sem kappsfullur stjórnmálamađur var hann eđlilega umdeildur en málafylgja hans var heiđarleg og laus viđ rćtni.

Af ferli slíkra manna má margt lćra.

1971
Stjórnarflokkarnir Alţýđuflokkur og Sjálfstćđisflokkur snúast gegnţingsályktun Framsóknarmanna um útfćrslu landhelginnar í 50 mílur. 

Viđreisnarstjórnin fellur í kosningum og viđ tekur vinstri stjórn undir forsćti

Ólafs Jóhannessonar.  Eitt af meginmarkmiđum hennar var ađ stćkka landhelgina í 50 mílur.

1972
Landhelgin stćkkuđ í 50 mílur 1. september og ákveđiđ ađ stefna ađ 200 mílna fiskveiđilögsögu.

( Spila )

1975
Landhelgin fćrđ út í 200 mílur.

( Spila )