Fiskveiðiskipið
Þinganes SF 25, sem er í
eigu
útgerðarfyrirtækisins
Skinneyjar-Þinganess,
strandaði við
innsiglinguna að Höfn í
Hornafirði um sjöleytið
í morgun. Skipið
strandaði við
svokallaðan Helli og var
lóðsbáturinn Björn Lóðs
frá Höfn í Hornafirði
sendur út. Hann stjakaði
við skipinu sem komst
aftur á flot um tveimur
tímum eftir strandið.
Ekki munu hafa orðið
skemmdir á skipinu þar
sem það strandaði á
sandbotni og komst það
heilt til hafnar. Skipið
var að koma af
þorskveiðum þegar það
strandaði en 8-9 manns
eru í áhöfn þess.
Þessi frétt er líka á
visir.is
Og í fréttum á
Stöðvar 2 